17.10.2008 | 11:36
Haha
Hvar vinnur þú Jóhannes? Kannski hjá Flugleiðum. Þetta eru nú aum orð hjá formanni FIA verður nú að segjast. Ef ástæða væri til afsagnar þá væri þetta gott tilefni.
FÍA hvetur fólk til að styðja íslenskt flugfélag, ekki breskt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhannes er flugstjóri hjá Icelandair og því er þetta ekki heppilegt af FÍA. Hins vegar erum við Íslendingar í dálitlum vanda vegna margra fyrirtækja á Íslandi sem borga ekki skatta og skyldur í okkar samfélag.
Í gær var Eimskip að hvetja landsmenn til að flagga íslenska fánanum til að sýna samstöðu á erfiðum tímum. Ég hefði tekið undir þetta með Eimskip ef það fyrirtæki hefði sýnt sóma sinn í því að vera með skipin sín skráð á Íslandi. Þeir geta ekki einu sinni flaggað íslenska fánanum á eigin skipum nema þegar þau eru í "heimsókn" til Íslands en þá er fáninn settur upp. Ekki þó í skut, því þar er þjóðfáni skráningarríkisins, þess ríkis sem fær skatttekjur af rekstri skipsins.
Það eru skúffufyrirtæki erlendis sem eiga skipin og borga skipafélögin stórfé til þessara fyrirtækja. Málið er svo það að þessi skúffufyrirtæki eru í eigu skipafélaganna og með þessum hætti eru stórar fúlgur peninga fluttar úr landi. Skipafélögin eru því með þessu að komast hjá því að greiða til íslensks samfélags.
Birkir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.